Aðalfundar SSA haldinn á Djúpavogi 26.-27. september 2008 samþykkir og ályktar:
Vegamál:
1. Að áhersla verði lögð á að viðhalda því vegakerfi sem nú þegar hefur verið byggt upp
endurbæta það, og skal þá hafa að leiðarljósi öryggi vegfarenda ás
umferðarþunga og styttingu leiða Einnig ætti það að vera algert forgangsverke
að útrýma einbreiðum brúm á öllum aðalleiðum vegakerfissins, og einnig þ
auknar fjárveitingar til viðhalds á þjóðvegum vegna aukinna þungaflutning
Fundurinn vill einnig lýsa sérstakri ánægju við samgönguyfirvöld með ákvörð
um flýtingu á nýjum vegi um Öxi þar sem áætluð verklok eru árið 2011.
Aðalfundar SSA haldinn á Djúpavogi 26.-27. september 2008 samþykkir og ályktar:
Vegamál:
Að áhersla verði lögð á að viðhalda því vegakerfi sem nú þegar hefur verið byggt upp endurbæta það, og skal þá hafa að leiðarljósi öryggi vegfarenda ás umferðarþunga og styttingu leiða Einnig ætti það að vera algert forgangsverkerkefni að útrýma einbreiðum brúm á öllum aðalleiðum vegakerfissins, og einnig þarf auknar fjárveitingar til viðhalds á þjóðvegum vegna aukinna þungaflutninga. Fundurinn vill einnig lýsa sérstakri ánægju við samgönguyfirvöld með ákvörðun um flýtingu á nýjum vegi um Öxi þar sem áætluð verklok eru árið 2011.

 

Sótt á vef ssa.

7.  SASSA vill lýsa sérstakri ánægju við samgönguyfirvöld með ákvörðun um flýtingu á  nýjum vegi um Öxi þar sem áætluð verklok eru árið 2011.

 

Sótt á vef ssa.

AXARVEGURINN.

Um Axarveg á Austurlandi
aka skaltu að sumarlagi,
hleypa traustum hjólagandi,
hvíla svo í lautardragi.

Hérna ruddu aldnir áar
okkar fyrsta steini úr vegi.
Leiðir virtust færar fáar,
fram þeir sóttu á nótt sem degi.

Tókst að gera troðning færan,
takmarki þeir náðu sínu.
Þeirra er sæmdin, þeirra er æran,
það skal geymt í minni þínu.

Bak við holt og hæðir gráar
hver má rata mjóa veginn
þar sem prúðar, berjabláar
brekkur rísa öllum megin.

Vagnabrekka varma sólar
vafin, blasir hér við sýnum,
hvergi á þokubólstrum bólar,
nú brosir Fellið hreinum línum.

Lengur mun ei léð að hvíla,
leggjum nú á ,,bremsufákinn”
Hér er ókeyrð erfið míla,
aðgæsluverð tæpa rákin.

Hérna stendur hættumerki
hættu þó að enginn greini.
Hér var notað vit í verki,
valin lega hverjum steini.

Vagnabrekkubraut við ókum,
brattinn virtist ekki saka,
eftir honum ekkert tókum,
enginn maður leit til baka.


Hænubrekka hátt þó standi
hana reynist létt að aka.
Nú er úti allur vandi
enda flestir lagið taka.

Háubrekku hratt við runnum,
hún er sneidd á besta máta.
Kjarkleysið við yfirunnum
þó ekki sé af miklu að státa.

Í Vínárnesi ögn við æjum,
þar eru Vínár báðum megin.
Mætti ské að margur gæinn
mundi verða sopa feginn.

Það er gott að Vínárvínið
veitir svala á hollan máta
en fyllir ekki fyllisvínið.
Fylliríið aungvir gráta.

Enn skal létt og áfram halda,
yfirgefa Vínárhylinn.
Mun ei þessi ás eða alda
ekki boða vatnaskilin?

Ásinn reyndist æði drjúgur,
um hann sneiddur vegur liggur.
Víða smáar vörðuhrúgur
og vonum fyrr sést Merkjahryggur.

- Hjálmar Guðmundsson

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image /home/oxiis/domains/oxi.is/public_html/images/stories/scan happdrtti0001.jpg

scan%20happdrtti0001.jpgVegurinn yfir Öxi hefur mikið verið til umræðu undanfarin misseri. Því er ekki úr vegi að líta til baka til upphafs vegarlangingar yfir Öxi, sem styttir mikið leiðina milli Djúpavogs og Héraðs.

 

Hinn 24. júlí 1953 er stofnað í Beruneshreppi Ungmennafélagið Djörfung, sem átti eftir að koma talsvert við sögu vegarlagningar yfir Öxi. Í Héraðsskjalasafni Austfirðinga er varðveitt fundarboðl stofnfundar annars ungmennafélags í hreppnum, fundargerðabók Ungmennafélagsins Djörfungar 1953-1960 og ýmis skjöl félagsins m. a. fundargerð frá 1961 og 1963 og fleira. Fram kemur í fundargerðarbókinni að stofnfélagar voru 19, en í félagatali árið 1953 eru skráðir félagar orðnir 34. Annað ungmennafélag var fyrir í hreppnum eins fyrr getur. Það var Ungmennafélagið Bára, stofnað 1930. Ósætti varð meðal félagsmanna þess félags um staðarval fyrir bragga sem félagið keypti fyrir bráðabirgðasamkomuhús. Gengu þá Innströndungar úr félaginu og stofnuðu nýtt félag, Ungmennafélagið Djörfung. (Sjá m. a. Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 3. bindi, bls. 364-369).

 

Ungmennafélagið Djörfung virðist hafa haft nokkra sértöðu meðal ungmennafélaga á þessum tíma, hvað verkefnaval snertir. Félagið tók að vísu þátt í umræðum með hreppsnefnd Beruneshrepps um byggingu félagsheimilis skömmu eftir að félagið var stofnað, en hafnaði síðar tilboði um aðild að byggingu félagsheimilisins. Hins vegar samþykkti félagið nokkrum árum síðar að leggja fram peningaupphæð til vegagerðar yfir Öxi. Höfðu félagsmenn einkum aflað tekna með því að rækta og selja kartöflur og rófur. Stuðningur við lagningu Axarvegar bæði með fjárframlögum og sjálfboða-vinnu félagsmanna virðist hafa verið það málefni sem félagið lagði höfuðáherslu á. Þekki ég ekki önnur dæmi um að ungmennafélag hafi lagti fé til vegagerðar.

 

Að öðrum ólöstuðum má segja að Hjálmar Guðmundsson frá Fagrahvammi hafi verið einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir því að leggja veg yfir Öxi. Hann var bæði verkstjóri og ýtumaður við lagningu bílvega í Berufirði og verkstjóri og ýtustjóri þegar rudd var vegslóð inn að Vagnbrekku í botni Berufjarðardals árið 1959 og þegar rudd var vegarslóð alla leið yfir heiðina árið eftir fyrir smá framlag úr Fjallvegasjóði og mikla sjálfboðavinnu, að því er segir í Sveitum og jörðum (3. bindi bls. 369) .

Þá orti Nanna Guðmundsdóttir frá Berufirði eftirfarandi vísu:

Axarvegur er orðinn fær

öruggum manni á góðum jeppa.

En aktu varlega, vinur kær,

viljirðu heill til byggða sleppa.

 

Vert væri að skrá sögu vegarlagningar yfir Öxi, en það verður ekki gert í stuttum pistli.


 

Frá Héraðsskjalasafni – 3. pistill birtur í Bóndavörðunni, tímartiti Djúpavogsbúa vetur 2011

Guðgeir Ingvarsson.

Fleiri greinar...