Forsendur framkvæmdanna eru styrking samfélags, bættar samgöngur og umferðaröryggi. Fyrirhugaðir vegir verða mun öruggari en núverandi vegir. Þeir verða breiðari og með breiðu bundnu slitlagi sem nær vel út í kantana. Beygjuradíusar verða mun stærri en á núverandi vegum, vegfláar verða miklu flatari, langhalli verður minni og sjónlengdir lengri. Þeir verða vel uppbyggðir í landinu og með breiðum vegskurðum, þar sem þörf er talin á, svo hætta á snjósöfnun á ekki að vera mikil. Slysahætta ætti því að verða minni. Tekið verður tillit til flóðahættu úr gili ofan Beitivalla við hönnun og staðsetningu nýs Axarvegar.

 

Framkvæmdirnar eru í samræmi við hlutverk og markmið Vegagerðarinnar og þær munu uppfylla markmið sem koma m.a. fram í Samgönguáætlun 2003-2014. Góðar samgöngur um Skriðdal, Öxi og botn Berufjarðar munu bæta hag íbúa á Austurlandi. Með styttingu leiða að vetrarlagi og betri vegum, verða ýmis samskipti á svæðinu auðveldari.

 

Tekið úr matsskýrslu um Axarveg

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image /home/oxiis/domains/oxi.is/public_html/images/stories/kortafframkvaemdum.jpg

Nánar... Hér er ítarleg loftteikning af mögulegum veglínum. Smelltu hér til að fá upp kortið upp sem PDF skjal.