Uppbygging vegar, áfangaskipting

Hægt er að bjóða út framkvæmdir á Hringvegi í Skriðdal, Axarvegi og Hringvegi um Berufjörð hverja fyrir sig en undirbúningur Vegagerðarinnar er miðaður við að þær verði allar boðnar út í einu (kafli 4.9.). Mögulegt er að skipta framkvæmdum á Hringvegi og Axarvegi í marga áfanga, því nýir vegir tengjast núverandi vegum á mörgum stöðum.

 

Á framkvæmdatíma gæti orðið einhver töf á umferð í stuttan tíma í einu í Skriðdal og í Berufirði þar sem núverandi vegur verður endurbyggður. Ennfremur þarf hugsanlega að loka Axarvegi tímabundið fyrir umferð almennings þegar unnið verður við vegagerð á kafla í brekkunum niður í Berufjörð. Framkvæmdir ættu þó ekki að hefta för vegfarenda verulega.

 

Stefnt er að því að undirbúningi framkvæmda verði lokið á árinu 2011 (kafli 1.8.). Áætlaður framkvæmdatími verksins og áfangaskipting eru háð fjárveitingum en framkvæmdatíminn getur stystur orðið 3-5 ár. Á þessu stigi liggja ekki fyrir ákvarðanir um tilhögun framkvæmda (kafli 4.9.).

 

Tekið úr matsskýrslu um Axarveg

Fleiri greinar...