Jákvæð áhrif framkvæmda eru bættar samgöngur milli Egilsstaða og suðursvæðis Austurlands. Vegna betri vega og styttingar leiða með nýjum Axarvegi og nýjum Hringvegi í Skriðdal og um Berufjörð, styttist ferðatími milli svæða og öryggi í samgöngum eykst (teikning 2). Í stað núverandi Hringvegar um Skriðdal, sem er hlykkjóttur og mjór malarvegur, kemur vegur með bundnu slitlagi sem lagður verður í samræmi við gildandi öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Í stað núverandi Axarvegar, sem er lélegur sumarvegur, þ.e. burðarlítill, mjór, hlykkjóttur, brattur, blindur, snjóþungur og hættulegur, með 4 einbreiðum brúm, kemur nýr heilsársvegur sem verður mun öruggari, liggur aðeins lægra í landi og er án einbreiðra brúa, mjög brattra brekkna eða krappra beygja (háð veglínu). Í stað malarvegar og einbreiðrar brúar í botni Berufjarðar kemur ný tvíbreið brú og vegur með bundnu slitlagi. Með tilkomu heilsársvegar um Öxi munu vegalengdir milli Egilsstaða og Djúpavogs styttast, sérstaklega að vetrarlagi (tafla 3.4.6.). Með nýjum Hringvegi um botn Berufjarðar munu vegalendir einnig styttast, háð leiðarvali (tafla 3.4.7.). Nú er unnið við endurbyggingu Hringvegar í Skriðdal, á kaflanum Skriðdalsvegur-Vatnsdalsá, og þar verður 0,46 km stytting. Auk þess verður 0,1 km stytting á Hringvegi, á kaflanum frá Skriðuvatni að Breiðdalsheiði, sem styttir Hringveg á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur.

 

Tekið úr matsskýrslu um Axarveg