3.4.3. Áhrif framkvæmda á samgöngur og umferðaröryggi

Framkvæmdir munu hafa áhrif á samgöngur, umferð og umferðaröryggi vegfarenda á Hringvegi um Skriðdal, Axarvegi og Hringvegi um botn Berufjarðar.

 

Helstu áhrifin verða:

    - Að loknum framkvæmdum verður komið samfellt bundið slitlag frá Egilsstöðum til Reykjavíkur að sunnaverðu. Malarvegurinn heyrir þá sögunni til.
    - Stytting leiða, einkum að vetrarlagi.
    - Minni hætta á að leiðin frá suðursvæði Austurlands til Egilsstaða lokist að vetrarlagi
    - Hagkvæmari og öruggari flutningsskilyrði á svæðinu
    - Betri vegir með hærri hámarkshraða og þar af leiðandi styttri ferðatími
    - Öruggari vegir með lægri slysatíðni
    - Þægilegri ferðamáti

Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar er Öxi fjölfarnasta leiðin frá Djúpavogi til Norður- og Austurlands, þegar vegurinn er á annað borð fær. Þar sem Axarvegur hefur verið mikið notaður undanfarin ár, í því ástandi sem hann er í dag, er nokkuð víst að nýr og betri vegur mun auka nýtingu hans og tryggja enn frekar umferðaröryggi vegfarenda. Þegar vegalengdin milli Reykjavíkur og Egilsstaða (suðurleiðin) verður 61 kílómetrum styttri með tilkomu heilsársvegar um Öxi en norðurleiðin, mun það vafalítið auka ársdagsumferðina á suðurleiðinni á kostnað norðurleiðarinnar (Fljótsdalshérað, 2009).

 

Tekið upp úr matsskýrslu um Axarveg