Umferð og umferðarspá

oxi342Samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar velja vegfarendur að stærstum hluta nú þegar að fara um Öxi frekar en Breiðdalsheiði þegar vegurinn er fær. Á seinustu árum hefur dregið úr umferð um Breiðdalsheiði og hefði mátt búast við minni umferð framhjá Breiðdalsvík að sumarlagi en samkvæmt mynd 3.4.2. er það ekki raunin. Meðan álver á Reyðarfirði var í byggingu, jókst umferð um Suðurfjarðaveg en nú hefur aftur dregið úr henni. Við opnun Axarvegar getur dregið úr umferð framhjá Breiðdalsvík, sérstaklega að vetrarlagi.

 

Tekið úr matsskýrslu.