Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image /home/oxiis/domains/oxi.is/public_html/images/stories/as_166.jpg

as_166.jpgFöstudaginn 28. janúar komu bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogs, ásamt sveitarstjórum, saman til fundar á miðri Öxi, en fjallvegurinn á milli sveitarfélaganna var m.a. á dagskrá hans.

Á fundinum var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim samgöngubótum sem því fylgir fyrir fjórðunginn. Djúpavogur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland og styttir akstursleiðina frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti.
Af þessum sökum fæst ekki séð að sá snjómokstur geti verið á ábyrgð eins sveitarfélags öðrum fremur , hvað þá að ákvörðun þar um geti legið hjá Djúpavogshreppi.


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps telja því á engan hátt ásættanlegt að Djúpavogshreppi sé ætlað að standa straum af helmingi kostnaðar vegna snjómoksturs á Öxi samkvæmt breytingu sem nýlega var gerð á G-reglu.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps beina því þeim tilmælum til ráðherra að hann hlutist til um að horfið verði frá kröfu um helmingagreiðslu frá Djúpavogshreppi vegna snjómoksturs á Öxi eftir 5. janúar eins og gert er ráð fyrir í nýlegri breytingu á G-reglu Vegagerðarinnar."

Fundarstaðurinn á Öxi var Ford Econoline bifreið, á 46¨dekkjum, sem var ekki í neinum vandræðum með að ösla upp á Öxi, þó ekki hafi leiðin verið rudd um nokkurt skeið. En bílstjóri var Grétar Karlsson frá Fjallamönnum Austurlands, sem eru nýstofnuð samtök aðila sem munu gera út á ferðir á og um hálendið allan ársins hring. Aðilar eru í dag 7 talsins með jafnmarga, vel útbúna, fjallabíla.